Greining

Góð greining er hjarta allrar nútíma sálfræði. Einu gildir hvort það sé klínísk sálfræði eða vinnusálfræði. Ef þræðirnir eru óljósir þá verður niðurstaðan ekki traust. Hjá Greiningu og meðferð er lögð mikil áhersla á vandaðar greiningar þar sem niðurstaðan er eins örugg og vera má. Þeir sem kaupa vinnu Greiningar og meðferðar geta treyst því að unnið sé eftir skýrum verklagsreglum og að niðurstaðan sé byggð á traustum grunni sem standist gagnrýna skoðun. Aðkoma Greiningar og meðferðar er ávallt algerlega hlutlaus og miðar að því einu að draga fram stöðuna eins og hún er.

Höfundarréttur (c) 2013 – allur réttur áskilinn – frjálst er að hlekkja á síðuna.