ADHD fullorðinna

ADHD greining er vandasöm. Sálfræðingur Greiningar og meðferðar hefur lagt sig sérstaklega eftir fræðslu um ADHD fullorðinna. Hana hefur hann sótt til Russell Barkley og Anthony Rostain, sem eru mjög atkvæðamiklir fræðimenn á þessu sviði. Hann hefur einnig haft samráð við kollega með mikla reynslu af ADHD greiningum fullorðinna. Loks er tekið mið af nýjustu ábendingum Landlæknisembættisins um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) og nýju viðmiðum DSM 5.

Umræðan um ADHD hefur oft verið á miklum villigötum í samfélaginu og þar með hefur þekkingin á ADHD fullorðinna orðið minni en vera ætti. Gera má ráð fyrir að hjá um það bil einum af hverjum 25 Íslendingum sé þessi vandi það áberandi að hjálpar sé þörf.

Greining ADHD hjá fullorðnum er sérstaklega vandasöm. Mörg einkenni eru þess eðlis að allir geti kannast við þau í einhverjum mæli. Hins vegar eru þau ýktari þar sem ADHD er til staðar. Því er ekki hægt að treysta á lista til að greina röskunina. Meginþungi greiningar hvílir á klínísku viðtali við sérfræðing. Einkennalistar og upplýsingar frá öðrum aðilum getað svo fyllt útí þá mynd sem klíníska viðtalið dregur upp. Sérstaklega mikilvægt er að fram fari mismunagreining þannig að líkamleg einkenni eða einkenni þunglyndis, oflætis, kvíða, neyslu eða svefnleysis séu ekki mistúlkuð sem ADHD einkenni. Endanleg greining er svo staðfest af geðlækni. Því er mikilvægt að greiningarvinnan sé ítarleg og áreiðanleg.

  • Hlekkur 1 – Greining og meðferð ADHD frá Landlækni 2012.
  • Hlekkur 2 – Grein í Geðvernd 2009.

Höfundarréttur (c) 2021 – allur réttur áskilinn – frjálst er að hlekkja á síðuna.