Fyrir fullorðna

Sálfræðistofan Greining og meðferð hentar vel fyrir fullorðna einstaklinga. Mikil reynsla er af helstu geðröskunum, svo sem þunglyndi, kvíða, áföllum, fíkn og ýmiss konar fælni. Þar skiptir greiningin miklu máli, því mörg einkenni þunglyndis eða kvíða geta stafað af undirliggjandi þáttum. Ef svo háttar til þá er mikilvægt að taka á þeim um leið og brugðist er við afleiddu einkennin. Dæmi er depurð í kjölfar áfallastreituröskunar. Ekki nægir að fást við depurðina. Það verður að vinna með þá vanlíðan sem veldur henni til að betri og varanlegri árangur náist.

Oft er  fengist við vandamál sem ná ekki greiningarskilmerkjum geðraskana, en valda engu að síður miklu hugarangri. Í slíkum djúpstæðum tilfinningavanda skiptir miklu máli fyrir einstaklinga að samhengi aðstæðna, atvika og hugsana sem viðhalda vanlíðaninni sé rétt greint. Skýr greining á þáttum vandans (sem oft eru ekki augljósir) getur jafngilt lausn á honum, eða að minnsta kosti auðveldað lausnina. Það á ekki síst við í samskiptavanda hjá pörum.

Sum vanlíðan er eðlileg viðbrögð við erfiðum aðstæðum eða þungbærum atburðum, svo sem andláti, skilnaði eða atvinnumissi. Þar skiptir einnig máli fyrir einstaklinga að fara í gegnum atvikið og setja viðbrögð sín og líðan í rétt samhengi. Betur sjá augu en auga og uppgjörið verður hreinskiptnara þegar atvikin eru spegluð af óháðum aðila þar sem fullur trúnaður ríkir.

Höfundarréttur (c) 2021 – allur réttur áskilinn – frjálst er að hlekkja á síðuna.