ADHD meðferð

Að alast upp með ADHD hefur mikil áhrif á það hvernig lífið verður, þó svo að margir nái góðum árangri með lif sitt þrátt fyrir þessa röskun. Gott atlæti og aðhald getur orðið til þess að fólk reki sig ekki illa á fyrr en á unglingsaldri og góð greind getur fleytt mörgum mjög langt í menntun og starfi, jafnvel alla leið í efstu stöður. Það breytir því ekki að fylgifiskur röskunarinnar, erfiðleikar með skipulag, tilfinningar og samskipti hefur mikil áhrif á lífið. Erfðaþátturinn er mjög sterkur í ADHD þannig að flestir sem eru með ADHD hafa alist upp með foreldrum eða öðrum nákomnum ættingjum eða systkinum sem einnig hafa ADHD. Það er ekki alltaf auðvelt og sjálfsmyndin getur verið brotin eftir slíkt uppeldi.

Hjá Greiningu og meðferð er farið yfir farinn veg með hliðsjón af „Compassion Focused Therapy“ Paul Gilberts. Þar eru notaðar mjög árangursríkar aðferðir til að ná fram endurmati á brotinni sjálfsmynd, þannig að maður losni undan þeim tilfinningum sem halda manni döprum eða áhugalausum.

Þegar litið er fram á við er stuðst við kenningar og meðferðarúrræði Russell Barkley, Ara Tuckman, Ramseys og Rostain, Mary Solanto og loks Safren, Perlman, Sprich og Otto.

Hlekkur – Bæklingur frá ADHD samtökunum.

Höfundarréttur (c) 2013 – allur réttur áskilinn – frjálst er að hlekkja á síðuna.