Ráðgjöf

Ráðgjafaþjónusta Greiningar og meðferðar snýr bæði að einstaklingum og vinnustöðum.

Greining og meðferð hefur komið að öllum hliðum eineltismála á vinnustað (rannsókn mála, álit á framkvæmd og niðurstöðum eineltisrannsókna og mat á mögulegri útkomu kæru) fyrir verkkaupa rannsóknar, meinta þolendur og meinta gerendur. Greining og meðferð veitir einnig ráðgjöf vegna meðferðar eineltiskvartana sem rannsökuð eru innanhúss, handleiðir meðferð slíkra mála og leiðbeinir um eineltisáætlun. Sálfræðingur Greiningar og meðferðar hefur einnig mikla reynslu af handleiðslu starfsmanna í erfiðum vinnuaðstæðum eða þegar aðrir erfiðleikar gera það að verkum að starfið verður sligandi. Þá er ráðgjöf um úrbætur sjálfsagður hluti vinnustaðaúttektar.

Ráðgjöf fyrir einstaklinga án aðkomu vinnuveitanda hefur aðallega snúist um erfiðar aðstæður á vinnustað, samskiptavanda heima fyrir eða óöryggi í öðrum samskiptum. Auk ráðgjafar er þá oft beitt hvetjandi samtali þegar staðan hefur verið metin og styrkleikar og veikleikar liggja fyrir.

 Höfundarréttur (c) 2013 – allur réttur áskilinn – frjálst er að hlekkja á síðuna.