Sálfræðistofa

Sálfræðistofa Greiningar og meðferðar er til húsa að Bolholti 6, sem er mjög miðsvæðis í Reykjavík. Hún er opin frá níu til fjögur alla virka daga nema þriðjudaga því þá sinnir Greining og meðferð sálfræðiþjónustu á Selfossi. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram. Best að hringja í síma 8200040 milli kl. 8.30 og 9.00 eða í hádeginu virka daga. Hringja má á öðrum tímum, en vinsamlegast athugið að ekki er svarað í síma meðan á viðtali stendur. Gert er ráð fyrir hléi milli viðtala síðustu 10 mínútur hverrar klukkustundar, en það er ekki án undantekninga.

Netfang Greiningar og meðferðar er greining@gom.is og er það greiðasta leiðin til að koma skilaboðum áleiðis. Rafpóstum er yfirleitt svarað samdægurs með pósti eða símtali.

Bolholt 6, 105 Reykjavík
Bolholt 6 er hornhúsið sem snýr að Shellstöðinni við gatnamót Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Farið er upp á þriðju hæð og þá er sálfræðistofan innst á vinstri ganginum sem hún deilir með fleiri aðilum.

Austurvegur 65, 800 Selfossi
Sálfræðistofan er á Austurvegi 65 þar sem A4 er á jarðhæð og Heilbrigðiseftirlitið á efri hæð. Gengið er upp stigann, líkt og verið sé að fara í Heilbrigðiseftirlitið og þá er stofan innst til vinstri þegar komið er upp stigann. Hún er samnýtt með öðrum sálfræðingi og er hurðin einnig merkt henni.